Til að hylja og dekkja ögn hvítt hár eða hár sem er að grána. Blöndun við dökkgrátt gefur öðrum RefectoCil litum kaldari tón. Fyrir sígilt útlit!
Dökkgrá augnhár og augabrúnir!
Hægt að blanda við alla 8 RefectoCil litina fyrir kalda tóna
Einnig mælt með fyrir karlmenn sem vilja gera augun aðeins meira áberandi
Kámast ekki og þolir vatn
Endist í 6 vikur
SKREF 1: Undirbúningur
Fjarlægðu linsur.
Hreinsaðu svæðið í kringum augun með olíulausa og augnhárastyrkjandi farðahreinsinum RefectoCil Micellar Eye Make-up Remover.
Notaðu RefectoCil saltvatnslausnina til að fjarlægja leifar og tryggja hámarks árangur.
Notaðu RefectoCil sílíkonhlífar (Silicone Pads) eða húðverndunarkremið (Skin Protection Cream) og augnhlífabréf (Eye Protection Papers) samkvæmt viðkomandi leiðbeiningum.
SKREF 2: Blandaðu og berðu á
Strax áður en þú litar, blandaðu þá 2 cm af lit og 10 dropum af RefectoCil vökvafesti (oxidant liquid) eða 15-20 dropum af RefectoCil kremfesti (oxidant cream) í rjómakennt krem.
Berðu þetta síðan á augabrúnirnar og augnhárin.
SKREF 3: Tíminn sem liturinn skal bíða
Augnhár: 10 mínútur.
Augabrúnir: 5-10 mínútur. Þeim mun lengur sem liturinn er látinn bíða, þeim mun sterkari verða áhrifin.
SKREF 4: Tilbúin!
Fjarlægðu með bómullarskífum og vatni.
Ábendingar og heilræði
Ef RefectoCil Blonde Brow hefur áður verið notað, styttist tíminn sem liturinn er látinn bíða um 1-5 mínútur; með RefectoCil Eyelash Curl styttist tíminn í 2 mínútur.
Ofnæmispróf: Við mælum með ofnæmisprófi (próf með ofnæmisplástri) fyrir fyrstu notkun og einnig þegar litun hefur ekki verið framkvæmd í langan tíma.
Aqua, Cetearyl Alcohol, Bis-Diglyceryl Polyacyladipate-2, PEG-40 Hydrogenated Castor Oil, Toluene-2,5-Diamine, Sodium Cetearyl Sulfate, Sodium Laureth Sulfate, m-Aminophenol, 2,6-Diaminopyridine, CI 77499, CI77491.
Svipaðar vörur