Silicone Pads (sílíkon hlífar) Sjálflímandi. Má nota allt að 100 sinnum.

Frekari þróun á RefectoCil augnhlífabréfum fyrir jafnvel enn einfaldari litun augnhára. Sílíkon hlífarnar koma í veg fyrir bletti á húðinni. Þær eru sjálflímandi – engin þörf er á kremi. Mjúkt ógegndræpt hátæknisílíkonið er stamt (anti-slip), húðvænt og passar við augu með allskonar lögun. Auðvelt í hreinsun og má nota allt að 100 sinnum.

Fullkominn árangur í einungis nokkrum skrefum:

  • Settu á RefectoCil sílíkonhlífarnar með glanshliðina á húðinni, beint fyrir neðan augnlokið; þrýstu hlífunum létt niður á húðina.
  • Settu á RefectoCil augnháralit.
  • Eftir að hafa látið litinn bíða fjarlægirðu hann af sílíkonhlífunum með votri bómullarskífu.

Hreinsun:

Að hreinsa hlífarnar með sápu og vatni nægir vegna þess að bakteríur geta ekki safnast á yfirborð þeirra.