Með RefectoCil augabrúnahúðunarsettinu, getur þú mótað augabrúnirnar þínar til að haldast lengi eins og þú óskar. Það tekur einungis 10 mínútur að móta hárin í þannig að þau haldist lengi – fullkomin leið til að fylla í eyður og temja þrjósk hár! Formúlan inniheldur keratín sem styrkir hárin. Fyrir bestu útkomuna er ráðlagt að lita augabrúnirnar eftir meðferðina eins og hentar þínum persónulega stíl. Það tekur einungis 3 mínútur að bera RefectoCil augabrúnalitinn á eftir að hafa húðað augabrúnirnar!
- Hreinsið augabrúnirnar með RefectoCil Micellar augnfarðahreinsinum. Notið RefectoCil saltlausnina til þess að fjarlægja yfirborðsvirku efnin og leifar af húðolíu. Húðin og hárin verða að vera þurr fyrir notkun.
- Notið gúmmíburstann til að bursta augabrúnirnar og kemba þær í það form sem óskast.
- Berið Lash & Brow Perm (1) á alla augabrúnina. Byrjið við upphaf augabrúnarinnar og haldið áfram í þá átt sem brúnin var burstuð.
- Forðist eins og hægt er að bera á húð í kring um augabrúnirnar og þurrkið með bómull.
- Fjarlægið Lash & Brow Perm (1) með þurrum bómullarhnoðra eða bómullarpúða.
- Berið Neutralizer (2) á með bursta. Endurtakið skref 3 við áburðinn. Áburðartími: 4 mínútur.
- Fjarlægið Neutralizer (2) með rökum bómullarpúða. Notið síðan RefectoCil saltlausnina til að hreinsa augabrúnasvæðið og fjarlægja allar leifar.
- Litið augabrúnirnar með völdum RefectoCil augnbrúna- og augnháralit. Áburðartími er einungis 3 mínútur eftir augnbrúnalyftingu!
- Eftir að liturinn hefur verið fjarlægður, notið gúmmíburstann til að móta augabrúnirnar. Ef þörf krefur, má nota augnháraskæri til þess að klippa hár sem eru of löng.


LASH & BROW PERM: Aqua (Water, Eau), Thiolactic Acid, Cetearyl Alcohol, Ammonia, Ammonium Bicarbonate, Hydrolyzed Keratin, Ceteareth-20, Parfum (Fragrance), Sodium Cetearyl Sulfate, Cysteine HCl, Sodium Laureth Sulfate, Sodium Benzoate, CI 77491 (Iron Oxides)
NEUTRALIZER: Aqua (Water, Eau), Cetearyl Alcohol, Hydrogen Peroxide, Sodium Laureth Sulfate, Citric Acid, Sodium Phosphate, Parfum (Fragrance)