Pink Pearl Blonde - Metallic Style

Hár og augabrúnir með málmáferð eru ómissandi fyrir 2018! Til að fá fram þetta útlit mótarðu augabrúnirnar með vaxstrimlunum, aflitar þær með Blonde Brow og litar með blöndu af rauðu og djúpbláu. Að lokum notarðu Refectocil Styling Gel til að ná tökum á óstýrilátu hári.

Notkun

Mótaðu augabrúnirnar fullkomlega með vaxstrimlunum. Notaðu Blonde Brow til að aflita hárið og litaðu það síðan með blöndu af rauðu og djúpbláu. Notaðu Styling Gel til að gera óstýrilátt hár viðráðanlegt.

Django augabrúnir

Lýst er eftir! Einstöku útliti fyrir villta vesturs konur!
Fyrir utan hárgreiðsluna eru fullkomnar augabrúnir ómissandi fyrir þennan stíl. Mótaðu einfaldlega augabrúnirnar með vaxstrimlunum og litaðu þær í tón sem passar við heildarútlitið. Fyrir fyrirsætuna okkar notuðum við blöndu af náttúrulega brúnu og kastaníubrúnu.

Notkun

Augabrúnir fyrirsætunnar okkar hafa verið fullkomlega mótaðar með RefectoCil vaxstrimlunum og litaðar með blöndu af ljósbrúnu og kastaníubrúnu; augnhárin eru lituð með RefectoCil hreinu svörtu.

Pastel stíll!

Rómantísk rós! Það er vor í lofti! Mótaðu augabrúnirnar fullkomlega með RefectoCil vaxstrimlunum. Fyrir vorlegt útlit litarðu þær síðan með blöndu af rauðu og djúpbláu!

Notkun

Til að skapa þetta útlit mótarðu augabrúnirnar með RefectoCil vaxstrimlunum og lýsir þær á sama tíma með Blonde Brow. Síðan litarðu með blöndu af rauðu og djúpbláu til að fá fram pastel rósatón.

Ljómandi ljóst!

Aflitaðu augabrúnirnar! Varðstu ljóshærð nýlega? Ef útlitið á að vera náttúrulegt ættu augabrúnirnar ekki að vera meira en tveimur tónum dekkri. Of dökkar augabrúnir má lýsa allt að 3 tóna með Blonde Brow til að fá fram náttúrulega ljóst útlit. Punkturinn yfir i-ið er þegar augabrúnirnar hafa einnig fullkomna lögun.

Notkun

Til að skapa þetta útlit voru augabrúnirnar mótaðar með RefectoCil vaxstrimlunum og lýstar á sama tíma með Blonde Brow.

Contrast augabrúnir!

Reglur eru til að brjóta þær! Að vera með platínuljóst hár og dökkar, áberandi augabrúnir er mikið í tísku og kemur það ekki á óvart því að slíkar andstæður vekja athygli og líta frábærlega út!

Notkun

Til að skapa þetta útlit fengum við fram ljósan augabrúnagrunn með Blonde Brow og lituðum síðan með hreinu svörtu í 5 mínútur. Aflitunin gerði litunina sterkari. Ef þú vilt fá fram mýkri áhrif geturðu notað náttúrulega brúnt.

Fáðu fram fullkomið útlit í aðeins tveimur skrefum!

WOW augabrúnir sem fullkomna útlit af öllu tagi! Með RefectoCil vaxstrimlunum geturðu skapað fullkomlega mótaðar augabrúnir á aðeins tveimur mínútum og notað einnig strimlana sem sniðmát fyrir litun á sama tíma! Með þessum hætti geturðu auðveldlega látið augabrúnirnar passa við hárlitinn og það útlit sem þú sækist eftir!

Notkun

Augabrúnir fyrirsætunnar okkar hafa verið mótaðar með RefectoCil vaxstrimlunum og litaðar með blöndu af ljósbrúnu og dökkgráu.