Gagnavernd
Vernd persónulegra upplýsinga er okkur mjög mikilvæg. Við störfum því í samræmi við viðeigandi lagalegar reglugerðir varðandi verndun persónulegra upplýsinga og gagnavernd.
Fyrirvari um ábyrgð
Þrátt fyrir að athuga efni vandlega, getum við ekki tekið neina ábyrgð á efni sem ytri tenglar vísa á. Viðkomandi rekstrar- eða þjónustuaðili er að fullu ábyrgur fyrir efni á vefsvæðunum sem tenglar vísa á. GW Cosmetics GmbH kappkostar að tryggja að efni vefsvæðis síns sé uppfært og heildstætt á hverjum tíma. Þrátt fyrir þetta er ekki hægt að útiloka möguleikann á villum. GW Cosmetics GmbH tekur ekki neina ábyrgð á því hvort upplýsingar hafi verið uppfærðar, nákvæmni efnis, eða heilleika upplýsinganna sem birtast á þessu vefsvæði, nema villurnar séu vísvitandi eða feli í sér vítaverða vanrækslu. Þetta innifelur einnig mögulegan skaða þriðja aðila af efnislegu eða óefnislegu tagi sem orsakast af þessu vefsvæði.
Google Analytics
Þetta vefsvæði notast við Google Analytics, vefgreiningarþjónustu Google Inc. („Google“). Google Analytics notar vafrakökur, textaskrár sem geymdar eru á þinni tölvu og sem gera mögulega greiningu á notkun þinni á vefsvæðinu. Upplýsingarnar sem skapast varðandi notkun þína á þessu vefsvæði af vafrakökunni (þ.m.t. IP tala þín) munu verða færðar á Google vefþjón í Bandaríkjunum og vistaðar þar. Google mun nota þessar upplýsingar til að meta notkun þína á vefsvæðinu, til að taka saman skýrslur um aðgerðir þínar á vefsvæðinu fyrir rekstraraðila vefsvæðisins og til að veita frekari þjónustu í tengslum við notkun vefsvæðisins og internetsins. Google kann einnig að áframsenda þessar upplýsingar til þriðja aðila ef þess er krafist samkvæmt lögum eða ef þriðji aðili vinnur úr þessum upplýsingum fyrir hönd Google. Google mun aldrei tengja IP tölu þína við nokkur önnur Google gögn. Þú getur komið í veg fyrir að vafrakökur séu vistaðar með viðeigandi stillingum í vafranum þínum. Vinsamlegast athugaðu þó að í þessu tilviki kanntu að geta ekki notað að fullu alla virkni þessa vefsvæðis. Með notkun þessa vefsvæðis samþykkirðu úrvinnslu þeirra gagna sem safnað er um þig af Google með þeim hætti sem lýst er að ofan og í ofangreindum tilgangi.
Athugasemd um meðferð persónuupplýsinga: Þær persónuupplýsingar þínar sem safnað er á þessu vefsetri eru teknar til meðferðar í Bandaríkjunum hjá Google, Facebook, LinkedIn, Twitter og YouTube: Ef þú smellir á „Samþykkja allt“ veitir þú jafnframt leyfi þitt, í samræmi við 49. grein, 1. hluta, 1. setn., 1, lið a í DSGVO, til að meðhöndla megi upplýsingar þínar í Bandaríkjunum. ESB-dómstóllinn metur það svo Bandaríkin uppfylli kröfur samkvæmt ESB-stöðlum um meðferð persónuupplýsinga. Það er einkum hætta á því að bandarísk yfirvöld geti meðhöndlað upplýsingar þínar við umsjón og eftirlit, jafnvel án möguleika á lögfræðilegum stuðningi. Ef þú smellir á „Vista“ verður ekki um þá yfirfærslu að ræða sem áður var lýst.
Vafrakökur
Vafrakökur eru notaðar á þessu vefsvæði til að mæla tíðni notkunar og þann fjölda notenda sem heimsækja vefsvæðið. Ef þú vilt ekki að við þekkjum þína tölvu, vinsamlegast stilltu þá vafrann þinn þannig að hann eyði út vafrakökum af hörðum diski tölvunnar þinnar, að hann stoppi allar vafrakökur eða þannig að þú fáir viðvörun áður en vafrakaka er vistuð. Óháð þessu eru hinsvegar engar persónulegar upplýsingar vistaðar.
Tengiforrit samfélagsmiðla
Þetta vefsvæði notar tengiforrit samfélagsmiðla. Ef þú heimsækir síðu á okkar vefsvæði sem inniheldur slíkt tengiforrit, mun vafrinn þinn sjálfkrafa koma á beinni tengingu við vefþjóna viðkomandi samfélagsmiðils. Innihald tengiforritsins mun verða flutt af viðkomandi samfélagsmiðli beint í þinn vafra sem mun þá gera það hluta af vefsvæðinu. Fyrir upplýsingar um nákvæmt umfang upplýsingasöfnunarinnar og úrvinnslu viðkomandi samfélagsmiðla, vinsamlegast skoðaðu skilmála viðskipta, notkunar og gagnaverndar sem eiga við um viðkomandi miðil.